Mig langar mikið til að hjálpa til að virkja þetta áhugamál. Ég hef haft brennandi áhuga á NBA í 13 ár en það er frekar stutt síðan ég tók eftir þessu áhugamáli hér á hugi.is.

Mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að hafa smá getraun. Það verða enginn verðlaun. Svörin verða send á mig og ég greini frá sigurvegaranum. Sendið bara póstin á hugapóstinn minn. Spurningarnar verða 10 og sá sem getur flestar spurningarnar rétt hann vinnur.

Jafnvel verða síðan aðrar getraunir ef þessi á eftir að ganga vel og þá verður hægt að telja samanlögð rétt svör. Rétt svör verða síðan birt kannski eftir helgi. Skilafrestur verður þangað til að rétt svör verða birt og ég læt vita seinna nákvæmlega hvenær það verður.

1. Spurt er um leikmann. Mögnuð skytta sem er þekktastur í búningi Seattle Supersonics og átti nokkur ár með vel yfir 20 stig í leik. Eitt tímabilið var hann með flest stig í leik á eftir Michael Jordan og Karl Malone. Hitti einu sinni úr 9 þristum í einum leik sem var met á þeim tíma sem hann átti ásamt stórskyttunni Michael Adams.
Spilaði einn stjörnuleik á allri sinni leiktíð, var í byrjunarliðinu og skoraði í honum heil 27 stig (sleppi ártalinu viljandi). Hætti leiktíðina 1999-2000 eftir 16 ára feril.

2. Tímabilið 1990-1991 spiluðu þrímenningar með liði og skoruðu þeir allir nokkuð yfir 20 stig í leik. Þessir þrímenningar eru núna allir nýhættir. Þeir voru leikstjórnandi, skotbakvörður og lítill framherji.
Í hvaða liði voru þeir, hvað kallaðist þetta tríó og hvaða leikmenn voru þetta?

3. Spurt er um leikmann. Þessi leikmaður byrjaði ferilinn sinn með Detroit og stóð sig strax gríðarlega vel. Þótti næsta súperstjarna. Góður í næstum því öllu, en slök 3 stiga skytta. Hefur síðustu ár lent í miklum meiðslum sem hefur haft þau áhrif að hann hefur engann veginn sýnt það sem hann getur og lítur út fyrir að hann eigi ekki eftir að gera það. Hefur spilað með: Mike Miller og Joe Dumars.

4. Spurt er um leikmann. Þessi leikmaður var á sínum fyrstu árum hælt sem framtíðarstigakóngi NBA. Spilar sem skotbakvörður. Skoraði eitt tímabil 26 stig að meðaltali í leik. Hefur síðan ekki staðið undir þessum væntingum, farið frá einu liði í annað og á ennþá eftir að spila stjörnuleik. Hefur meðal annars spilað með Dallas, Golden State, Atlanta og Portland. Er ennþá að spila og spilar núna með einu besta liði deildarinnar. Hefur spilað með með sennilega öllum í NBA en hefur til dæmis spilað með: Jason Kidd, Jamal Mashburn og Chris Webber.

5. Spurt er um leikmann. Þessi leikmaður átti metið í flestum 3. stiga skotum í einum leik (10) þegar hann spilaði með Boston og átti hann metið í rúm 3 ár. Á því tímabili var hann með rúm 7 stig í leik. Eftir að hafa spilað með Boston sem nýliði tók hann sig til og skoraði 25 stig í leik og reif niður 10 fráköst að meðaltali í leik, reyndar var það ekki í NBA heldur var það í ítölsku deildinni. Hefur unnið NBA titilinn tvisvar sinnum. Hefur spilað með: Larry Bird, Derek Fisher og Shaq (tvisvar sinnum).

6. Spurt er um 2 leikmenn. Þessir leikmenn eiga meðal annars það sameiginlegt að hafa báðir sleppt háskóla, eru jafnháir, spila sömu stöðu, og byrjuðu báðir með rúm 7 stig á sínu fyrsta ári. Fyrstu 1-2 árin þeirra voru þeir ekkert sérstaklega góðir en hafa sprungið út og eru af flestum taldir 2 af 4 bestu NBA leikmönnum í dag.

7. Spurt er um leikmann. Þótti of stór fyrir bandaríska herinn og varð þá að sætta sig við að fara í NBA. Hörkuvarnarmaður en var líka góður sóknarmaður. Búinn að skora flest stig í einum leik af þeim sem eru ennþá að spila, meira en Michael Jordan. Er ennþá að spila en hefur lýst því yfir að þetta tímabil verði hans síðasta.

8. Spurt er um tímabil. Þetta tímabil snerist mikið um 3 Centera sem voru þá bestir í deildinni. Þessir 3 börðust um stigakóngstitilinn og vann einn þeirra eftir að hafa skorað mjög mikið af stigum í lokaumferðunum. Svo fór að einn þessara centera leiddi sitt lið til NBA titils og átti þetta lið eftir að vinna aftur árið eftir.

9. Spurt er um leikmann. Var lykilmaðurinn í hinu stórsniðuga Denver liði fyrir svona 15 árum síðan sem skoraði 120 stig að meðaltali í leik. Það hljómar kannski vel, en þegar mótherjarnir skoruðu að meðaltali nærri 130 stig í leik er það ekki svo gott. Hann og Kiki Vanderweghe voru lykilmenn í þessu sóknarsinnaða liði. Þessi leikmaður skoraði yfir 20 stig að meðaltali í 10 af 11 tímabilum sínum með Denver og 8 tímabil var hann með yfir 25 stig í leik. Einn af stigahæstu leikmönnum NBA fyrr og síðar.

10. Spurt er um leikmann. Var stigahæstur hjá liði sem á þeim tíma var að byrja. Á öðru tímabilinu hjá þessu liði þá lék hann með leikmönnun eins og Vlade Divac, Malik Rose, Muggsy litla Bogues, Anthony Mason, Dell Curry og Tony Delk. Skoraði 56 stig í einum leik á því sama tímabili. Hörkuskytta sem tók mörg 3. stiga skot. Spilaði meðan annars með LA Lakers og var í liðinu sem vann titil. Er ennþá að spila og stendur sig bara þokkalega. Er núna að spila með liði í Miðvesturdeildinni. Það er vonandi fyrir hann að hann sé ekki á móti gulu fólki.