Gamall hvað? Michael Jordan sýndi það heldur betur að aldurinn hefur engin áhrif á hann (nema kannski að hann treður ekki eins og í gamla daga) þegar Wizards mættu hinu sterka liði Indiana Pacers sem voru með þriðja besta árangur í deildinni fyrir þennan leik. Jordan skoraði 41 stig og tók 12 fráköst í 107-104 sigri Wizards í tvöfalldri framlengingu.
Þetta var í fyrsta sinn á rúmt ár sem Jordan skorar yfir 40 stig en hann skoraði 41 stig gegn Pheonix Suns síðastliðinn Janúar.

“Hann sýndi í kvöld að hann getur þetta ennþá” sagði bakvörður Indiana Jamaal Tinsley um Jordan sem lék 53 mínútur í leiknum. “Michael kom mér aldrei á óvart” sagði doug collins þjálfari Wizards. “Ég horfi niður og sé 53 mínútur hjá honum og ég hef áhyggjur af því, hefði ég tekið hann út af hefði ég líklegast verið rekinn” bætti hann við í léttu djóki.

Jordan jafnaði leikinn í 103-101 með 2 vítaskotum þegar 3:05 voru eftir. Hvorugt lið skoraði fyrr en Christian Laettner skoraði úr 2 vítaskotum þegar 57 sek voru eftir. 13 sek síðar kom Erick Strickland með 3 stiga körfu fyrir Indiana en stuttu síðar svaraði Jordan með stuttu stökkskoti þegar 24 sek voru eftir. Pacers höfðu núna tækifæri til þess að komst yfir en Al Harrington missi boltann út af og Jerry Stackhouse tryggði sigur Wizards með 2 vítaskotum. Stigahæsti maður Indiana var Al Harrington með 33 stig en á eftir honum kom Jermaine O'Neal með 26 stig og 13 fráköst.

Önnur úrslit voru þau að Lakers töpuðu fyrir Pheonix Suns með 14 stiga mun þar sem Kobe Bryant skoraði 37 stig og Shaq 25 stig og þessi leikur er einfallt dæmi um litla liðsheild hjá þeim en enginn annar hjá Lakers skoraði yfir 10 stig.

Utah Jazz sigruðu Minesota Timberwolves með 8 stiga mun þar sem gamla kempan Karl Malone var stigahæstur með 33 stig en hjá Timberwolves skilaði Kevin Garnett sínu hlutverki með 26 stig og 14 fráköst.