Nóttin 19 . des Hér kemur smá yfirlit yfir leiki næturinnnar.

Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76 ers sýndu að þeir voru ekkert kex þegar þeir mættu K.G (kevin garnett) og félögum í Minnesota Timberwolves. Allen Iverson skoraði 26 af sínum 41 stigum í fyrri hálfleik og stal boltanum og skoraði úr layuppi þegar 3:28 voru efir í fyrri hálfleik sem gaf Sixers stærsta forskot sitt í leiknum 52-41. Stökkskot hjá Iverson gáfu Sixers 67-51 stig forskot snemma í 3 leikhluta áður en Timberwolves settu í gírinn og skoruðu 13 stig í röð. Stolinn bolti og þriggja stiga karfa hjá Rod Stickland minnkaði muninn niðrí 67-64 þegar 5:24 voru eftir af 3 leikhluta en Iverson svaraði með 2 vítaskotum og þriggja stiga körfu sem gáfu Sixers 8 stiga forskot þegar að 4 leikhluta kom.
Karfa hjá Rasho Nestorovic (sem skoraði 19 stig í lokaleikhlutanum) oppnaði 4 leikhlutan en Iverson svaraði með þriggja stiga körfu og staðan var 83-74 þegar 7:31 voru eftir. Karfa hjá Greg Buckner (leikmanni Sixers) og 3 vítaskot hjá Iverson gáfu Sixers 91-78 forystu 3:35 voru eftir og ekki náðu Timberwolves að jafna en leikurinn endaði með 99-94 sigri Sixers. Allen Iverson skoraði 41 stig (14 af 29 skotum) og á eftir honum kom Eric Snow með 13 stig og 9 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Minnesota var auðvitað Kevin Garnett með 26 stig og 16 fráköst.

MIchael Jordan endurtók sama leik og hann gerði síðastliðna nótt og skoraði 33 stig í 118-100 sigri Wizards á Grizzlies og þar af 18 stig í fyrsta leikhlutanum. “Ég held að ég þegar ég skoraði 2 stig gegn Raptors vildi ég fá fólk til þess að skilja það að maður þarf ekki að skora mikið til þess að hafa áhrif á liðið” sagði Jordan en hann var með 9 stoðsendingar í þeim leik.
“Ég held að ég sýndi að maður sem hefur skorað á meðaltali 32 stig í leik á ævi sinni er ekki hræddur við það að skora 2 stig í einum leik” bætti hann við. “Ég býst við því þegar ég skora 2 stig, líta flestir á það annaðhvort að ég sé að tapa hæfileikana eða að ég sé fimmtugur, það eykur keppnisskapið í mér líka , augljóslega eftir það sem fólk hefur séð undanfarna leiki”.
Jordan skoraði úr 14 af sínum 23 skotum eða 61% nýtingu og sýndi hann að hann getur alveg spilað eins og hann gerði áður fyrr (að frátöldum kannski nokkrum troðslum).
“Ég býst við því að fólk kemur á leikina út af því óþekkta” sagði hann. “Á einhverju kvöldi get ég sett niður 51 stig, en stundum ekki svo að þú veist aldrei á hverju þú átt von á. Enginn bjóst við því að ég myndi skora 18 stig í fyrsta leikhlutanum”.

San Antonio Spurs unnu nauman sigur á Seattle Supersonics 91-88. Tim Duncan og David Ronbinson notuðu stærðina þeirra til þess að ná 10 stiga forystu þegar 2 mínútur voru eftir og þann munn misstu þeir ekki niður þrátt fyrir gauða tilraun hjá Supersonics og endaði leikurinn með 91-88 sigri þeirra Spurs manna. Duncan setti niður 18 stig , tók 15 fráköst og varði 4 skot í leiknum og félagi hans hann Robinson bætti við 18 stigum , 10 fráköstum og 3 vörðum skotum gegn Seattle sem sitja nálægt botninum í fráköstum og vörðum skotum enda ekki hávaxið lið en einhvern veginn ná þeir að byggja upp sterk lið en duttu niður í 4 sæti í kyrrahafsriðlunum með þessum ósigri. Gary Payton var stigahæstur Seattle manna með 25 stig og 8 stoðsendingar.