Framherjinn frábæri Karl Malone eða póstmaðurinn, sem leikur með Utah Jazz, komst í nótt í annað sætið yfir þá leikmenn NBA-deildarinnar sem skorað hafa flest stig frá upphafi. Malone skoraði 31 stig í sigri Utah Jazz á Toronto Raptors og skaust þar með upp fyrir Wilt Chamberlain. Malone hefur skorað 31433 stig á ferlinum en hann á þó langt í land með að ná Kareem Abdul-Jabbar sem situr í efsta sæti. Jabbar skoraði 38387 stig á löngum farsælum ferli.