Undanúrslit í Fyrirtækjabikarnum Í dag voru undanúrslitin spiluð í Fyrirtækjabikarnum í Keflavík og Haukar kepptu við Grindavík kl. 18:30 og síðan tóku heimamennirnir á móti KR.

Haukar áttu sinn versta leik í vetur núna á móti Grindvíkingum og það gekk ekkert upp hjá þeim. Skotnýtingin var hræðileg og Grindvíkingar tóku allt of mikið af sóknarfráköstum. Hins vegar áttu Grindvíkingar góðan leik með Darrel Lewis og Gumma Braga í fararbroddi. Grindvíkingar voru frá byrjun með gott forskot og minnsti munur varð 10 stig (fyrir utan upphafsmínútunar auðvitað). Þeir áttu þennan sigur skilinn og ef þeir verða í lafn miklu stuði á morgun eiga þeir mjög góðan möguleika að vinna.
Darrel skoraði 27 og Gummi 17 og tóku þeir báðir slatta af fráköstum. Hjá Haukunum skoraði Stevie Johnson 34 stig þrátt fyrir að vera með lélega nýtingu. Næstur kom Ottó Þórsson með 9 stig en spilaði samt fína vörn. Aðrir áttu lélegan leik hjá haukum.
Leikurinn endaði 71-94 og hálfleikstölur voru 39-49.

Því miður varð ég að fara heim í Hfj. þegar Keflavík og KR voru að fara að keppa en ég veit þó að hann endaði 87-78 Keflavíkingum í vil og hefur eflaust verið hörkuleikur, enda bæði sterk lið.