Þegar maður horfir á NBA heldur maður að maður sé að horfa á bestu leikmenn heimsins. Kaninn hefur líka verið duglegur að auglýsa það því í hvert skipti sem NBA lið verður meistari í deildinni, þá er það kallað heimsmeistari..sem mér finnst asnalegt…
Við vitum öll hver Arvidas Sabonis er. Hann var ekki sáttur við USA og vildi ekki fara til Portland eftir að hafa verið valinn. Hann tók landslið USA oft í rass á ólýmpíuleikunum 88. Hann vildi heldur spila í Evrópu, þar var hann stjarna, þar fékk hann há laun. Oft vilja leikmenn frá Evrópu ekki fara til NBA vegna þess að þeir lækka sig í launum. T.a.m. þurfti Kukoc að lækka sig verulega þegar hann fór yfir til Bulls.
Auðvitað eru Bandaríkin betri í körfubolta, en bilið er að minnka. Evrópuliðin spila mun agaðari og áferðafallegri körfubolta að mínu mati, en kaninn spilar líkamlega og er miklu meira í að gera action. Við sáum mörg, leik Litháena og Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum þar sem Bandaríkin rétt unnu. Þetta sýnir að Litháen á sterka leikmenn. Bandaríkjamenn voru heppnir.
Mér finnst leiðinlegt hvað kanarnir eru roggnir og finnst að það ætti að vera Mót með bestu liðum heimsins, einu sinni á ári, til þess að ákvarða besta liðið í heiminum, ekki McDonalds mótið því það er svo Commercial..eitthvað svona eins og Champions League í fótbolta, fyrir allan heiminn…hvað finnst ykkur??