Lið Phoenix Suns og Vancouver Grizzlies leiddu saman hesta sína í gær í Vancouver, British Coulumbia, Kanada.
Sharif Abdur Rahim, stjarna Grizzlies, skoraði 33 stig og tók 14 fráköst, og leiddi lið sitt til erfiðs sigurs á Sólunum frá Phoenix. Jason Kidd var þeirra besti leikmaður.
“Þetta var ákafelega skemmtilegt.” Sagði Abdur-Rahim og bætti við: “Ég er ánægður með að við komumst frá leiknum með sigur í höndinni. Jafnvel þó að strákarnir geri sér ekki grein fyrir því, þá unnum við vel saman í kvöld. Við sýndum mikin karakter og vonandi getum við haldið áfram á þessari braut.”
Jason Kidd klikkaði á þriggja stiga skoti undir lokin sem hefði sent leikinn í þriðju framlenginguna.
“Smáatriðin voru það sem gekk ekki upp hjá okkur, og í körfubolta þá eru þau mikilvæg, og koma tilbaka í þig ef þau ganga ekki upp” sagði Jason Kidd, sem var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Phoenix.