Stuð á Globetrotters Jæja þá er maður búinn að fara á Harlem Globetrotters (í annað skipti en þá var ég 6 ára) og ég verð bara að segja að þetta er rosalega skemmtileg sýning , vel skipuð og frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa og hvet alla til þess að fara að sjá þá (ef að þeir eiga einhverjar sýningar eftir hér á landi). Þetta byrjaði allt með því að “frægasta lukkudýr í heimi” hann Globy hitaði fólk upp með fíflalátum í áhorfendum og meðal annars þá tók hann popppoka af einum krakka og dreifði því til áhorfenda sem mér fannst helvíti fyndið.

En þetta var alveg frábær sýning með fullt af troðslum , tilþrifum og nöldri í dómara en aðalgaurinn sem var með microphone festan við sig var alltaf að spurja dómarann hversu mörg vítaskot liðsmaður hans fengi , svo fór hann á kynnara borðið og spurði kynnirinn hversu mörg vítaskot hann fengi , báðir svöruðu 2 skot svo að hann reiknaði með því að hann fengi 4 skot því að 2+2 væru 4. Og hann Michael Wilson sem hefur troðið á 12 feta körfu var með alveg rosalegar troðslur (flest all allyop) og maður hálfvorkenndi hinu liðinu þegar Globetrotters átu vörnina þeirra upp með allskonar tilþrifum og látum. Það flottasta fannst mér þegar einn liðsmaður Globetrotters skoraði frá miðju úr skoti sem ég á erfitt að útskýra án þess að sýna það en það vita flestir hvað ég er að tala um sem mættu á sýninguna kl 2.

En þeir voru alltaf að stoppa annað hvort í miðjum leik eða í leikhléum og fíflast í áhorfendum og tóku þeir einn dreng inná völlinn í miðjum leik og létu hann skjóta , og þá var dómaranum komið nóg (eins og alltaf). Tóku þeir þá leikhlé og byrjuðu að spjalla við drenginn og létu hann taka vítaskot og gáfu honum svo bol eftirá. Maður var alltaf hálfhræddur um að þeir myndu koma auga á mann þar sem ég sat mjög nálagt vellinum og taka mann inná fyrir framan alla laugardalshöllina en það gerðist nokkrum sinnum. Já ég myndi ekki hika við að fara aftur á þessa magnaða sýningu og hvet alla sem ekki hafa séð þá að drífa sig til Akureyrar eða eitthvert og sjá þá spila.