Það voru ungu mennirnir, Hreggviður, Magni, Jón Arnór og Logi sem voru hetjur íslands í naumum tapleik gegn stórliði Slóvena. Leikurinn var jafn og spennandi og voru íslendingar yfir eftir þrjá leikhluta en þegar eini miðherji íslenska liðsins fékk fimmtu villuna fóru Slóvenar inn í teig í hvert einasta skipti og unnu leikinn á hæð og styrk.
Logi Gunnarsson var stigahæstur Íslendinga, átti sannkallaðan stórleik, skoraði 29 stig (8/11 í 2ja, 2/4 í 3ja og 7/7 í vítum), Ólafur Ormsson skoraði 15, Jón Arnór Stefánsson 14, Hreggviður Magnússon 10, Gunnar Einarsson 5, Friðrik Stefánsson 4 (8 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 varin skot), Herbert Arnarsson 2 og Eiríkur Önundarson 1.
Stigahæstur Slóvena var Tusek nr 10 með 23 stig.

frábær leikur, spennandi og fjörugur.
Tilþrif kvöldsins: Logi Gunnarsson, þriggja stiga karfa frá miðjum vallarhelming Slóvena á síðustu sekúndu skotklukku íslendinga, undir lok þriðja leikhluta…