Íslenska landsliðið í körfuknattleik mun leika gegn einu sterkasta liði Evrópu klukkan 18:00 í kvöld, leikurinn fer fram í Laugadalshöll. Slóvenar eru um þessar mundir efstir í riðlinum, en íslendingar neðstir. Við getum kannski ekki búist við sigri en það er gaman að fá að sjá suma af sterkustu leikmönnum álfunnar, sem margir hverja er á mála hjá Sterkustu félagsliðinum á Ítalíu.
Hreggiviður Magnússon, og Magni Hafsteinsson munu leika sínu fyrstu leiki fyrir hönd íslands í kvöld, en þeir eru tveir af efnilegustu leikmönnum íslands í dag. Helgi Jónas Guðfinnsson, sem leikur í Belgíu, er meiddur og verður beðið með það fram á síðustu stundu að tilkynna liðið, séð verður hvort hann geti leikið, en Gunnar Einarsson, Keflavík, er í biðstöðu, tilbúinn til þess að koma og leika ef Helgi sér sér ekki fært um að leika.
Leikurinn byrjar klukkan 18:00, og endilega að fjölmenna, íslenskir körfuknattleiksunnendur, og komiði í sjoppuna, því þar verð ég að vinna =)…
en fyrir ykkur sem nennið ekki, eða hafið ekki nægan áhuga á íslenskum körfubolta,..*hóst DoIh8u hóst*.., þá getiði horft á leikinn á Sýn, og munuð örugglega þurfa að hlusta á skemmtilegu röddina hans Svala =)..ehe
EN ALLIR AÐ MÆTA…það verður frábært að sjá stjörnurnar!!!!