Milwaukee Bucks og Miami Heat leiddu saman hesta sína í nótt.
eftir þrjá leikhluta var staðan 85-63 fyrir Heat mönnum. Það tók ótrúlegt þrek og karakter fyrir Milwaukee að komast aftur inní leikinn, en það var svo Sam Cassell, fyrrverandi leikmaður Houston og New Jersey, sem negldi þrist þegar 0.9 sekúndur lifðu af leiknum og leikurinn endaði 102-101, sem gerir 39 stig í fjórða leikhluta.
Lindsay Hunter, sem var á mála hjá Detroit, gerði fimm þriggja stiga körfur og gerði átta önnur stig og endaði með 23. Eddie Jones gerði 26 stig fyrir Hitann.
Tim Hardaway var ákaflega óánægður með tapið: “Þegar þú átt í basli, samt með 20 stiga mun, er tapið extra, extra vont.” Hann bætti við : “Þetta var sjálfsagt besti leikur okkar í þrjá leikhluta, en að tapa leik eins og þessum í fjórða leikhluta er hart.”
Það virðist sem Heat sakni Alanzo Mourning gífurlega, en nýji leikmaðurinn þeirra Cedric “Ice” Ceballos er kominn til liðs við þá, eftir að hafa leikið með LA Lakers og Dallas Mavericks. Hann lék í fimm mínútur en náði ekki að skora.