Aðeins þrír leikir voru leiknir í NBA í nótt…

New Yorkararnir í Knicks gerðu góða ´för til Kanada og Burstuðu Grizzlies 97-72. Stigahæstur í liði heimamanna var Mike Bibby(17stig,6 stoðs), sem ég man vel eftir í Arizona háskólanum við hliðina á Miles Simon. Glen Rice leiddi gestina í stigaskorun með 23 og Marcus Camby tók 14 fráköst.

Bucks tóku Magic á heimavelli, 104 - 95. Enn hallar undan fæti Orlando magic, en Grant Hill er meiddur. Það finnst mér langt gengið þegar Pat Garrity er stigahæstur í liði Magic með 21, en RAy Allen gerði 23 fyrir heimamenn. Nýliði Orlando, Mike Miller sem kom frá Florida háskólanum, sem lenti í 2. sæti í NCAA deildinni, tók 9 fráköst.

Grannaslagurinn í Los Angeles var ótrúlega jafn miðað við oft áður. Kobe Bryant hjálpaði Lakers að knýja fram 98-83 sigur með því að gera 29 stig. Jeff Mcinnis gerði 20 fyrir litlu bræðurna í CLippers. Shaq gerði aðeins 16 stig…..og svo er talað um að hann sé óstöðvandi =)