Heitasta ungstirnið í enska boltanum í dag, Wayne Rooney, gengur að öllum líkindum til liðs við Manchester United á næstu dögum. Ástæðan er sú að Manchester United virðast hafa yfirboðið Newcastle um þennan frábæra leikmann en athugið að ekkert er staðfest.

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sagt honum að það besta í stöðunni sé að fara til Manchester. Ástæðan sé einföld - Sir Alex Ferguson. Peter Schmeichel, fyrrverandi leikmaður United, sagði það sama.