Bobby Robson, framkvæmdarstjóri Newcastle United, segist staðráðinn í því að fá ungstirnið Wayne Rooney til félagsins. Robson segist þess fullviss um að Rooney sé hinn fullkomni arftaki fyrirliðans Alan Shearer sem leggur skónna á hilluna eftir þetta leiktímabil.

Newcastle buðu 20 milljónir sterlingspunda í leikmanninn fyrir nokkrum dögum en því var neitað strax. Greinilegt er að það er töggur í gamla þar sem hann er búinn að bjóða 22 milljónir í stráksa og ef því verður neitað þá ætlar hann að bjóða meira í hann.