Everton næsta Rússaveldið? Enskir fjölmiðlar vilja statt og stöðugt halda því fram að rússneskur auðkýfingur vilji kaupa 40% hlut í knattspyrnuliðinu Everton. Talið er að þessi auðkýfingur, sem heitir Boris Zingarevich, vilji kaupa liðið og setja u.þ.b. 25 milljónir punda í leikmannakaup.

Auðkýfingurinn á fjöldan allan nóg af peningum en er þó langt frá Roman Abramovich, eiganda Chelsea, í þeim efnum. Zingarevich á þó ekki að vera einn á bakvið þetta en bróðir hans á einmitt að vera með honum.