Leikslok: Chelsea 1 - 0 Manchester United Chelsea báru sigurorð af Unitedmönnum í tilþrifalitlum og hreint út sagt leiðinlegum leik :/ Heimamenn eru komnir með nýjan stjóra, Jose Mourihno og nokkra nýja leikmenn, Didier Drogba þar á meðal, og virtust þeir eiga í smá örðugleikum með að finna hver annann í þessum leik. United voru ekki að spila vel heldur, fengu örfá færi og nýttu þau illa. Chelsea voru að vísu með þétta vörn og sóknarmennirnir komu oft aftur til að hjálpa til.

Fyrstu 25 mínúturnar eða svo voru ekki sýndar á skjáeinum vegna tæknilegra örðugleika með móttökuna hjá einhverju fyrirtæki hérna á Íslandi, en einmitt þá skoraði Eiður Smári eina mark leiksins fyrir Chelsea. Hann vippaði boltanum yfir markvörðinn við markteiginn og fylgdi honum svo alveg inn í markið.

Eftir markið var leikurinn frekar jafn og hvorugt liðið virtist nálægt því að skora. Chelsea drógu smám saman úr sóknartilburðum og skipti Mourihno út fyrst Drogba og svo Eiði fyrir varnarmann. United virtust ekki ná nógu góðu flæði í sókninni þó miðjan og vörnin hafi verið góð hjá þeim.

Forlan fannst mér bókstaflega ekkert geta í þessum leik. Ferguson skipti honum inn á á 81. mínútu í staðinn fyrir Djemba-Djemba sem hafði ekki staðið sig vel í leiknum. Forlan byrjaði á að klúðra góðu færi með því að hlaupa framhjá markinu, þvínæst skaut hann himinhátt yfir markið í frábæru færi, svo fór hann fyrir skot frá liðsfélaga sínum við markteiginn og að lokum toppaði hann allt með því að missa boltann mjög kjánalega í skyndisókn. Það mætti segja að hann hafi verið verri en enginn :)

Alan Smith komst í nokkur skallafæri en náði ekki að hitta markið í neinu þeirra, Scholes skaut einnig nokkrum sinnum framhjá. Það er augljóst að United sakna Nistelrooy og Saha í sókninni, svo ég tali nú ekki um Rio Ferdinand fyrir aftan.

<hr>
<center>Chelsea - Man Utd

Mörk
Eiður Smári (15.)

Skot á mark
5 - 3

Horn
2 - 3

Spjöld
0

Aukaspyrnur
10 - 22

Rangstöður
4 - 2 </center>

<hr>
Gunnar Helgason stóð sig vel sem þulur og Arnar Guðjohnsen, pabbi Eiðs, sem var aukaþulur stóð sig ágætlega. Útsendingin var náttúrulega slæm og það er vegna þeirra 25 mínútna og marksins sem áhorfendur misstu af. Ensku þulirnir finnst mér Mjög skemmtilegir, voru enskir eða íslenskir þulir á Arsenal leiknum?

<hr>
Chelsea: Cech, Paulo Ferreira, Gallas, Terry, Bridge, Geremi, Makelele, Lampard, Smertin, Drogba, Guðjohnsen. Subs: Cudicini, Mutu, Kezman, Parker, Ricardo Carvalho.

Man Utd: Howard, Silvestre, Gary Neville, Keane, Fortune, Miller, O'Shea, Djemba-Djemba, Giggs, Scholes, Smith. Subs: Ricardo, Phil Neville, Bellion, Richardson, Forlan.