Michael Owen til Real Madrid? Spænskir fjölmiðlar fullyrða það að framherji Liverpool og enska landsliðsins, Michael Owen, sé á leiðinni frá félaginu til risanna á spáni, Real Madríd. Mörg verð hafa verið nefnd í tengslum við þetta og þá ber helst að nefna 10 milljónir punda alveg upp í 20 milljónir punda.

Orðrómur hefur líka verið í gangi um að Fernando Morientes eða Samuel Etoo fari upp í kaupverðið en það er talið afar fjarstætt. Morientes var á dögunum bendlaður við Manchester United en framlínan þar á bæ er afara þunnskipuð eins og staðan er í dag. Greinilegt er að Real Madrid ætla að láta til sín taka á næstu leiktíð því að það er talið næstum öruggt að Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, fari til félagsins í sumar.