Fyrsta umferð 26. ágúst. Seinnasta umferð 5. maí.
Breiðablik er efst í Símadeild kvenna eftir stórgóðan sigur á KR á föstudag 3-5. Bryndís Bjarnadóttir, Sarah Pickens, Laufey Ólafsdóttir, Margrét Ákadóttir og Eyrún Oddsdóttir skoruðu fyrir Blika en markamaskínan Olga Færseth skoraði öll mörk KR. Tveir aðrir leikir voru spilaðir á föstudagskvöldið og enduðu þeir báðir 1-1. ÍBV fékk Val í heimsókn og Grindavík tók á móti FH.