Tamás Hajnal Klárlega einn uppáhalds leikmaður í Bundesliguni í dag, kemst nálægt Klose á þeim lista.
Kom frá Belgísku liði 06 til Kaiserslautern, get ekki sagt að vonirnar hafi verið miklar við leikmann sem átti að vera miðjumaður en er einungis 1,68 m á hæð.
Hajnal var fljótur að vinna sig inn í hjörtu stuðningsmanna, hann var þó ekki lengi hjá Lautern, en ég mun minnast hans lengi enda leikurinn sem ég hef séð Kaiserslautern - Köln var síðasti leikur Hajnal fyrir klúbbinn og hann skoraði 2 mörk í þeim leik og svo hitti ég hann fyrir leikinn og fékk mynd og læti.
Hann fer í Bundesliguna með nýliðum Karlsruhe og brillerar þar og ég held að þeir geti þakkað honum fyrir að enda svona ofarlega á fyrsta tímabili. Hajnal er valinn í lið deildarinnar eftir mótið og er keyptir til Dortmund núna í ár. Þessi leikmaður á bara eftir að vaxa og hann skoraði einmitt sigurmark Dortmund í sínum fyrsta leik fyrir félagið sem var gegn Bayern Munchen.

Það er aðeins einn Tamás Hajnal !