Með frægari fótbrotum Þetta er líklega frægasta fótbrot enskrar knattspyrnisögu.

Þetta gerðist árið 1996 í leik Coventry og Manchester United. Eftir aðeins einnar mínútu leik fær Coventry hornspyrnu. Sendingin fyrir, Coventry-leikmaður skallar á markið en Schmeichel nær að verja, slær boltann út að fjærstönginni þar sem David nokkur Busst kemur á blússandi siglingu og býr sig undir að þruma tuðrunni í netið. Denis Irwin ákveður að leggja sitt að mörkum til að hindra þann atburð og fer í veg fyrir Busst sem skellur með miklu afli á Irwin. Fóturinn á honum brotnar ekki bara, hann fer gjörsamlega í rúst.

Jafnt leikmenn sem og áhorfendur voru slegnir óhug og sagan segir að Schmeichel hafi kastað upp á vellinum en hann þurfti síðar að sækja þónkkra áfallahjálp eftir að hafa upplifað þessa sjón.

http://www.youtube.com/watch?v=byOKCMQpxKo