Hérna er David Beckham að fagna Juan Sebastian Veron eftir leikinn í meistaradeildinni síðasta miðvikudag. Báðir áttu stórleik. David Beckham er búinn að vera frábær að undanförnu bæði með Man.Utd. og landsliðinu og Veron er einnig búinn að vera mjög góður með landsliðinu og í dag (12. október) var tilkynnt að hann væri maður septembermánaðar í ensku deildinni. Þegar lið er með þessa leikmenn þá þarf það enga vörn…