Andriy Shevchenko fæddist í Dvirkivshchyna í Úkraínu þann 29 september árið 1976. Hann spilar sem framherji og hann hefur unnið marga titla í Úkraínu. Uppáhalds þjálfarinn hans er Valery Lobanovski heitinn enn þjálfaði hann hjá Dinamo Kyev. Sheva er einn af betri framherjum í Evrópu. Hann spilar með AC Milan en þangað kom hann árið 1999 frá Dinamo Kiev. Hann varð viðurkenndur í Evrópu þegar hann spilaði með Dinamo í Meistaradeild Evrópu. Árið 1997 skoraði hann til að mynda þrennu á Nou Camp. Árið 1998 skoraði hann 11 mörk og hjálpaði hann Dinamo alla leið í undanúrslitinn, þar sem þeir töpuðu gegn þáverandi þýskalandsmeisturum Bayern Munchen. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik með Úkraínu árið 1995 gegn Cróatíu sem Sheva & co. unnu 4-0. Honum hefur verið líkt við hollenska goðinu Marco van Basten.