Þær hörmungar liggja nú fyrir að hvorki Sýn né Stöð 2 munu sýna neitt frá Serie A í vetur - EKKI NEITT. Þetta hefur starfsmaður íþróttadeildar Norðurljósa staðfest, og verðum við áhugamenn um ítalskan bolta að láta okkur nægja að sjá ítölsk lið í Meistaradeildinni í vetur, eins langt og það mun ná. Við sem fylgjum AC Milan, Internazionale, AS Roma og Juventus erum þar af leiðandi í skástum málum, aðrir eru kaldir úti, því miður! Spænski boltinn verður sýndur í staðinn, og það er svosem góðra gjalda vert, en ekki á kostnað Serie, goddammitt! Við verðum bara að hópast saman á Players, Ölveri og öðrum ágætisstöðum til að iðka trúna.
Forza Milan