Nýlega setti ég á korkinn smá klausu undir tiltinum: gaman gaman. Þar lýsti ég yfir ángæju minni með að Eiður Smári skyldi skora tvö mörk sem hann skoraði gegn Newcastle og vonaðist til að hann myndi skora fleiri á leiktíðinni. Þegar ég kíkti á þessa klausu mína sá ég að tveir höfðu svarað þesari klausu. Báðir Newcastle menn og voru greinilega mjög tapsárir gegn Chelsea. Mér er alveg sama gegn hvaða liði Eiður Smári skorar, hvort sem það verður á móti mínu liði eða ekki þá verð ég alltaf ángæður með að hann skuli skora. Hann er jú Íslendingur og við eigum að fagna afrekum okkar Íslenska íþróttafólks. Ef menn geta ekki tekið tapi síns liðs eins og menn að þá er það mín ráðleggin til þeirra að hætta að halda með því liði eða skipta um lið. Eiður Smári stóð sig vel í þessum umrædda leik og ég segi fyrir mig að bæði mörkin voru góð hjá pilti þó aðalega það fyrra. En eins og ég segi ef menn eru tapsárir með tap síns liðs að þá er það mín ráðlegging að annað hvort að taka því eins og menn eða hætta að halda með liðinu og skipta yfir í annað. Ég vona að fleiri Newcastle menn komi ekki og gráti yfir þessum orðum mínum.