Veit ekki hvort þið voruð búnir að heyra af þessu en hinn 23 ára brasilíski miðvallarleikmaður Chievo Verona, sem við (og restin af heiminum) þekkjum sem Eriberto, er í raun 26 ára og heitir Luciano Sicuera di Oliveira!!! Hann var með falsað vegabréf til að líta út fyrir að vera betri miðað við aldur og til að komast að hjá yngri flokkum brasilíska liðsins Palmeiras fyrir 6 árum síðan! Hinn raunverulegi Eriberto da Conceicao Silva er búinn að höfða mál og aumingja plat-Eriberto á yfir höfði sér þungar sektir og nokkurra mánaða leikbann, og í versta falli fangelsisdóm. Ekkert má nú lengur :)