Það eru nú allnokkrir NUFC aðdáendur á Íslandi. Samt ótrúlegt hversu fáir miðað við hversu öflugt lið þetta er. Persónulega tel ég að tengingin við KR búningin sé ein ástæðan. Þegar ég geng um í einhverri af treyjunum mínum er ávallt sagt. Hei kva bara farinn að halda með KR. Þetta varð til þess að ég kaupi bara varabúninga nú í dag.
Annars er ég sáttur við liðið núna, það vantar þó einn góðan í við bót og þá er þetta tipp topp.ÉG hef heyrt að Bobby félagi sé enn að reyna við Brett Emerton. Hvað finnst ykkur um það?