West Ham og Newcastle áttust við í gærkvöldi klukkan 7. Leikurinn fór rólega af stað og staðan var jöfn 0-0 í hálfleik, en þegar seinni hálfleikurinn fór af stað komu Newcastle menn fullir sjálfstrausts til leiks og á 61mínútu þá skoraði Lua Lua fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu. Annað markið kom svo 10mínútum seinna og þar var aftur Lua Lua að verki með fastan skalla í netið eftir gott spil hjá Solano og H.Viana sem endaði með sendingu frá H.Viana inn í teig og ekki brást Lua Lua því. Newcastle var ekki hætt og 4mínútum seinna var Shearer búinn að skora þriðja mark Newcastle eftir sendingu frá Solano sem Shearer skoraði af einstakri snilld upp í vinstra hornið. Svo 10.mínútum seinna komst Newcastle í 4-0 með marki frá Solano sem spilaði alveg frábærlega í þessum leik!
Markið kom eftir fyrirsendingu frá Alan Shearer og Solano lagði boltann í fjærhornið… frekar léttur leikur hjá lærisveinum Bobby Robson og sýndu þeir að þeir ætla ekkert að gefa eftir í Ensku úrvalsdeildinni líkt og í fyrra!!