þar sem ensk deildin er nú formlega farinn af stað þá þykir mér rétt að fara yfir það sem gerst hefur á leikmannamarkaðinum(þetta er copy/paste af boltinn.is):

Sumarmarkaðurinn í Englandi
Nú eru ensku liðin á fullu að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil. Þegar er búið að ná í nokkra sterka menn og væntanlega á mikið eftir að ganga á næstu vikurnar. Við ætlum að kíkja á hvað úrvalsdeildarliðin hafa verið að gera.

Arsenal hefur bætt þremur leikmönnum í hópinn en fjórir eru farnir. Varnarmanninum Pascal Cygan var keyptur frá Lille, miðjumaðurinn Gilberto Silva frá Athletic Mineiro og markvörðurinn Fabian Carini var fenginn að láni frá Juve.
Jerome Thomas og Jonathon Osei-Kuffour voru lánaðir til Beveren. Alex Manninger var seldur til Espanyol og Richard Wright til Everton.

Aston Villa er búið að fá Stefan Postma frá Graafschap, Marcus Allbäck frá Heerenveen og Ulises de la Cruz frá Hibernian
George Boateng var seldur til Boro og Peter Schmeichel fór til Man City.

Nýliðar Birmingham hafa fengið fyrirliða landsliðs Senegala, Aliou Cisse frá Montpellier, Robbie Savage frá Leicester og Clinton Morrison frá Palace.
Þrír voru leystir undan samningi, þeir John McCarthy, Dele Adebola og Danny Sonner.

Blackburn fékk Andy Todd frá Charlton og Dwight Yorke frá Man. United.
James Thomas er farinn til Swansea.

Bolton hefur bætt vel í hópinn. Jay-Jay Okocha kom frá PSG, Delroy Facey frá Huddersfield, Akin Bulent frá Galatasaray og markvörðinn Sebastian Chabbert frá Lens.
Rod Wallace er hins vegar farinn til Gillingham.

Charlton Paul Rachubka frá Man United og Gary Rowett frá Leicester en Gary Shields fór til Kilmarnock og Andy Todd til Blackburn.

Chelsea er búið að fá Enrique De Lucas frá Espanyol en Leon Knight var lánaður til Sheffield Wednesday. Júgóslavinn Slavisa Jokanovic hefur verið leystur undan samningi.

Everton er búið að kaupa nígeríska varnarmanninn Joseph Yobo, markvörðinn Richard Wright, kínverjana Le Tie og Le Weifeng og Brasilíumanninn Juliano Rodrigo.
Alex Cleland og David Ginola voru látnir lausir og Alex Nyarko lánaður til PSG.

Fulham er búið að fá Martin Herrera frá Alaves, Facundo Sava frá Gimnasia, Japanann Junichi Inamoto frá Gamba Osaka og Martin Djetou frá Parma. Marcus Hahnemann var látinn laus.

Hjá Leeds hefur mikið gengið á. Terry Wenables er tekinn við stjórninni af David O´Leary og Rio Ferdinand hefur verið seldur til Man. Utd fyrir metfé, 29,1 milljón punda.
Nick Barmby var keyptur frá Liverpool og Paul Okon kom frá Boro án greiðslu.

Liverpool keypti El Hadji Diouf frá Lens á tíu milljónir punda. Salif Diao kemur frá Sedan í desemberbyrjun og Bruno Cheyrou kemur frá Lille.
Gary McAllister er farinn til Coventry.

Man City hefur verið stórtækast allra úrvalsdeildarliðanna. Liðið keypti Nik Anelka frá PSG, Mikkel Bischoff kominn frá Köbenhavn, Marc Vivien Foe kemur sem lánsmaður frá Lyon, Peter Schmeichel kom frá Aston Villa, Sylvain Distin frá Newcastle, Vicente Vuoso frá Independiente og Tyrone Loran frá Volendam.
Tyrone Mears er farinn til Preston.

Man United er búið að kaupa Rio Ferdinand frá Leeds og fá Luke Steele frá Peterborough.
Paul Rachubka fór til Charlton, Raimond Van Der Gouw til West Ham, Ronnie Wallwork til West Brom og Dwight Yorke til Blackburn.

Middlesboro er búið að kaupa Massimo Maccarone frá Empoli, Juninho frá Atletico Madrid, George Boateng frá Villa og fá Geremi lánaðan frá Real Madrid.
Dean Gordon er farinn til Coventry og Paul Ince var látinn laus.

Newcastle er búið að fá Hugo Viana frá Sporting Lissabon og Titus Bramble frá Ipswich.
Sylvain Distin fór til Man City, Gary Caldwell var lánaður til Coventry, Mark Boyd fór til Port Vale, Stuart Green til Hull, og James Coppinger til Exeter.

Michael Svensson kom frá Troyes til Southampton en Dani Rodrigues er farinn til Walsall, Scott McDonald til Huddersfield og Dan Petrescu hefur verið látinn laus og er á leiðinni heim til Rúmeníu.

Sunderland er búið að fá markmanninn Thomas Myhre frá Besiktas. Varnarmaðurinn Phil Babb er kominn frá Sporting Lissabon og miðjumaðurinn Sean Thornton frá Tranmere

Það er aðeins ein breyting hjá Spurs, Milenko Asimovic kom frá Rauðu Stjörnunni.

Nýliðar West Brom hafa fengið varnarmanninn Ronnie Wallwork frá Man United og markvörðinn Joe Murphy frá Tranmere.
Andy Petterson og Ruel Fox voru látnir lausir.

West Ham hefur fengið markmanninn Raimond van der Gouw frá Man United, Gary Breen frá Coventry og Youssef Sofiane frá Auxerre.
Hayden Foxe og Shaka Hislop eru farnir til Portsmouth.

já, þannig er nú það. ég endurtek að þeta er copy/paste af boltinn.is og vona ég að þessi grein verði samþigt þar sem getið er heimilda.