Það er alveg ótrúlegt hvernig valsmönnum hefur gengið í ár í fyrra gátu þeir ekki neitt. Þeir eru með 12 stiga forystu þegar 6 umferðir eru eftir og það lítur ekki út fyrir að þeir komist ekki upp í Símadeildina á næsta ári. Önnur lið sem hafa komið mér mjög mikið á óvart eru Afturelding og Haukar en þetta eru bæði lið sem hafa verið að berjast í annari og þriðju deild síðastliðin ár. Afturelding er held ég í 2. sæti og Haukar í því 4. …..held ég.

Reyndar eru aðeins 8 stig sem aðskilja 2. sætið og það 9. svo að bæði þessi lið gæti endað árið með því að falla. Það er alveg svakalegt hvað þessi þjálfari Willum þór hefur gert fyrir Hauka og KR en eins og allir vita voru KR-ingar í fallbaráttunni í fyrra og nú í toppbaráttu og fyrir tveimur árum voru Haukar í 3. deild en hafa hoppað upp um tvær deildir á tveimur árum.

Ég vona að annaðhvort þessara liða komist upp í Símadeildina til þess að bregða aðeins út af….. fyrir utan þetta ár hafa alltaf sömu lið verið að falla og koma aftur upp en það eru Stjarnan, Fylkir, Breiðablik og Valur. En í ár komu upp lið sem hafa ekki verið í efstu deild í langan tíma og þetta gerði deildina skemmtilegri og jafnari en áður T.D. meistararnir geta fallið, KA getur unnið deildina.
ég er ekki bara líffæri