Ég hef oft verið að spá afhverju eru
liðin í pepsideildini bara 12 en ekki 15-18. 
 
Ef við horfum til Færeyja í smá stund hérna, þá getum við
séð það að í Færeysku "Meistaradeildin"(efsta deild í Færeyjum
heitir víst "Meistaradeildin") eru bara 10 lið , Okei allt í lagi
með það, en þrátt fyrir það þá eru spilaðir 27(3x9) leikir í deildinni
5 leikjum fleirri heldur en hér á landi.
 
Svona er þetta líka í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og ábyggilega líka í Finnlandi.
Hérna erum við að tala um lönd sem hafa oftar en ekki unnið okkur Íslendinga í 
landsleikjunum. og engin furða að þessi lönd fyrir utan færeyjar eigi svona góða
leikmenn. þessi lönd spila meira yfir sumarið og við vitum öll að leikmennirnir verða
ekki til bara sísvona þeir eru búnir til á leikvellinum með því að spila leiki!
 
og þá fer ég aftur til Færeyja, afhverju eru þeir með færri lið í deild en við en samt
spila fleiri leiki en við Íslendingar? á Íslandi eru spilaðar 22. umferðar í Pepsideildinni
sem þykir ekki svo mikið. Ég hef heyrt frá nokkrum mönnum að það er ekki hægt að vera með 
atvinnumanna deild á Íslandi og ég spyr hvers vegna?.. nú vegna þess að "veðrið" er svo slæmt
hérna á Íslandi... skítt með það að það sé "vont" veður hérna. erum við Íslendingar ekki búnir að
byggja flottar innanhúsfótboltavelli sem væri t.d. hægt að spila á þessar fyrstu umferðir ef við
myndum bæta liðum inn í pepsideildini? ég bara spyr.
 
Snúum okkur aðeins að Pepsideildinni og hvaða leikmenn úr Íslensku deildini nú til dags komast í það.
 
Einu leikmennirnir sem eiga séns í að komast í landsliðið eru markverðirnir sem við eigum og spila
í pepsideildinni.. ÖRFÁIR útileikmenn fá að spila í landsliðinu í keppnisleik það er oftast eða bara ekki
ALLTAF sem þessir útivallarleikmenn spila landsleiki þá eru það æfingarleikir. En við gætum átt fleiri útivallar-
leikmenn í landsliðinu ef við myndum breyta deildinni okkar í atvinnumannadeild og spila ca. 28-32 leiki á tímabilinu,
þá gætum við séð fleiri stjörnur verða til á borð við Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason, Gylfa Sig, Jóhann berg,
Aron Gunnars o.fl.