Ef eitthver sannar fyrir mér að það sé áhugi fyrir þessu, þá mun ég glaður halda áfram að spá í spilin fyrir ykkur í sumar með íslensku deildinar, Pepsi deildina og 1. deildina! (Spár gefnar upp í 1X2 formi)Á morgun (Pepsi) :

2 Selfoss - FH    -    FH er án vafa með sterkara lið, Selfyssingar eru með betra lið en margir gera sér grein fyrir en ég held að FHingar verði of stór biti í þetta sinn og klári þetta, sem á að vera skyldusigur fyrir þá.

2 Breiðablik - Valur    -    Hef voða litla trú á Blikunum þessa stundina. Ég hef ekki séð þá spila ennþá í sumar en af því sem ég les og heyri virðast þeir ekkert heilla mig, meðan að Valsararnir komu mér á óvart með góðum sigri á Fram og fínni frammistöðu gegn Selfossi.

X Keflavík - Stjarnan    -    Þetta verður jafn leikur, Keflvíkingar áttu draumaleik gegn grönnum sínum frá Grindavík og mæta eflaust með sjálfstraustið í botni en ég held að þetta endi annað hvort með jafntefli eða með naumum eins marks baráttusigri Garðbæinga, sem eiga í höndunum feiknarsterkt lið með góðan og reyndan þjálfara til að púsla þessu liði áfram!

Á þriðjudag (Pepsi):

1 Fram - Grindavík    -    Fram sýnist mér hafa valdið svolitlum vonbrigðum miðað við væntingar, en þeir eru klárlega með sterkara lið en Grindvíkingar, sem eru enn sárir eftir rassskellinguna sem þeir fengu á eigin heimavelli gegn Keflavík. Held að Fram girði sig í brók og vinni þennan leik, Steven Lennon setur allavega eitt og verður besti maður vallarins.

2 Fylkir - ÍA    -    Skagamenn eru með hörkuflott fótboltalið sýnist mér á öllu, Jóhannes Karl styrkir liðið ótrúlega mikið þarna á miðjunni og þeir koma til með að landa sigri í þetta sinn, en Fylkismenn eru að mínu mati ekkert sérstakir og eru líklegir til að vera í falldraugnum í ár finnst mér.

1 KR - ÍBV    -    KR-ingar hafa svo sem spilað ágætlega sýnist mér en ekki alveg náð að klára leikina en ÍBV hafa farið svolítið niðurávið eftir síðustu tvö ár og mér finnst ég skynja mikinn mun á liðinu (skynja segi ég, ég veit raunverulega ekki mikið um það!) og það ekki á góðan hátt að Heimir Hallgríms sé hættur með liðið og Magnús Gylfa kominn í hans stað. Ég held að KRingarnir hljóti að taka þennan leik!Hvað segið þið? Hafið þið eitthvað að segja um Pepsi deildina? :)