Nr. 1 : Hverjir vinna deildina?

Nr. 2: Hvaða lið enda í þriðja og fjórða sæti?

Nr. 3: Hvaða lið falla?

Bónus spurning 1: Hvaða lið tekur FA bikarinn?

Bónus spurning 2: Hvaða lið tekur Meistaradeildina?

Mín svör;

1. United. Grannaslagurinn fer jafntefli og bæði liðin vinna svo alla hina leikina sína.  Vona samt innilega að City taki þetta, orðinn smá þreyttur á að United vinni alltaf

2. Arsenal í þriðja og Newcastle fjórða

3. Wolves, Bolton og Blackburn. Vona samt að Bolton nái að redda sér einhvernvegin en er ekki bjartsýnn á það

B1. Chelsea. Liverpool eru einfaldlega ekki nógu góðir. 

B2. Ég segi að úrslitaleikurinn verður Barca - Real og Real tekur þetta 3-2 eftir æææsispennandi leik. Fullt af rauðum spjöldum, slagsmálum, dramatískum augnablikum og öll mörkin verða sjúk. Nema eitt sjálfsmark frá Messi :D


Og ég er búinn að sýna klikkuð miðils skillz seinustu daga þannig þið megið alveg búast við að ég verði sannspár :D