Lið Bradford er rjúkandi rústir en stjórnendur félagsins hafa rekið alla leikmenn liðsins nema fimm. Sextán menn voru látnir fara þar sem engir peningar voru til í kassanum og því ekki hægt að borga þeim laun. Leikmennirnir 16 eru Gary Walsh, Peter Atherton, Andy Myers, David Wetherall, Jamie Lawrence, Ashley Ward, Benito Carbone, Eoin Jess, Robert Molenaar, Gary Locke, Aidan Davison, Claus Jörgensen, Wayne Jacobs, Juanjo, Andy Tod og Danny Cadamarteri. Samningar þeirra Stuart McCall, Gunnar Halle og Gareth Whalley munu renna út í lok næsta mánaðar. Bradford tapar um 20.000 pundum daglega og því var fátt til ráða. Það er hins vegar stór spurning hvort Bradford verður ekki rekið úr deildakeppninni í kjölfarið á þessum aðgerðum. Einu leikmennirnir sem eftir eru hjá félaginu eru unglingarnir Michael Standing, Tom Kearney, Lewis Emanuel, Mark Bower og Andy Lee. Þá verða unglingaliðsmennirnir áfram hjá liðinu. Það er ljóst að björgunaraðgerðir verða að hefjast innan tíðar ef ekki á að fara illa fyrir Bradford en óttast er að fleiri félög neyðist til álíka aðgerða.