Ég er nú alls ekki sammála ykkur með þetta með Guðjón og Stoke Holding. Þetta er það skynsamlegasta í stöðunni hjá Stoke, það eru margir þjálfara á englandi og víðar sem eru mikið betri þjálfara en Guðjón. Guðjón er fínn þjálfari og allt það en hann er bara ekki nógu góður til að vera með þetta lið ánþess að vera kvartandi og kennandi öllum öðrum um (Stoke Holding). Þetta er einfaldlega hann sem er ekki að standa sig og nær ekki fram því besta í hverjum leikmanni fyrir sig. Guðjón sagði líka þegar hann tók við liðinu að hann ætla að vera með stoke þessi 2 1/2 ár og ef það væri ekki nóg þá myndi hann ekki reyna meira. Honum rétt tókst þetta allveg í blá endann. Stoke Holding er framtíðar félag og mun það vera í eigu íslendinga lengi. Þetta er vel skipulögð áætlun hjá þeim og þeir vita allveg hvað þeir eru að gera. Það mun koma mjög svipaður þjálfari ef ekki betri og þetta á eftir að vera ágætt tímabil hjá stoke á í 1 deild, tekur tíma að koma sér úr þessum leiðinlega 2.deildar bolta í góðan 1.deildar bolta en það mun ganga og þeir eiga eftir að gera góða hluti. Eitt að lokum, það fer enginn leikmaður frá stoke útaf því að Guðjón er að fara, þeir verða eflaust undrandi en þeir eiga eftir að kynnast nýjum þjálfar og þeim hlakkar trúlega til þess og prófa spila eftir hans skipunum.

Áfram Stoke (Holding)