Eriksson hefur trú á Argentínu
Sven Göran Eriksson segir að Argentínumenn séu líklegastir allra til að verða heimsmeistarar í sumar. Hann gaf einnig í skyn að landslið sitt yrði ef til vill það yngsta í úrslitakeppninni.
Þau ummæli benda til þess að hann ætli að velja Joe Cole í hópinn en Cole sýndi góða takta í landsleiknum gegn Paragvæ á dögunum. Þá sagði Göran að hann myndi velja Lee Bowyer og Jonathan Woodgate í liðið eftir keppnina í sumar.
“Við verðum með eitt yngsta liðið, kannski það yngsta,” sagði Eriksson í viðtali við Daily Mirror. “Ef fyrsti leikurinn væri á morgun væri ég viss um hvaða 11 myndu byrja en auðvitað veltur þetta á meiðslum og ástandi manna. Ég tel Argentínumenn líklegasta ásamt Frökkum og kannski Ítölum en hví gætum við ekki orðið það lið sem kemur á óvart. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það kostar ekkert að láta sig dreyma.”