 
                  
                  
                  
                Nú herma fréttir að Bobby Robson ætli að bjóða 12 milljónir punda í Jaap Stam hjá Lazio í sumar. Lið Newcastle hefur try
              
              
              
              Nú herma fréttir að Bobby Robson ætli að bjóða 12 milljónir punda í Jaap Stam hjá Lazio í sumar. Lið Newcastle hefur tryggt sér þátttökurétt í meistaradeild á næsta tímabili og Robson telur sig verða að styrkja vörnina. Hann hefur sagt að hann ætli sér að kaupa tvo heimsklassamenn í sumar og Stampurinn ætti að geta staðið þétt varnarpakkann til muna. Hinn 29 ára Stam er nýfarinn að spila aftur í Serie A eftir að hafa verið í fjögra mánaða lyfjabanni en þar sem Lazio er skuldugt vonast Bobby til að gott tilboð reynist of freistandi. 
                
              
              
              
              
             
        




