
Enn meiðist Bóbó
Forseti Inter greindi í gær frá því að framherjinn Christian Vieri hefði orðið fyrir hnjaski á hægri ökkla undir lok leiksins við Piacenza. Moratti sagði ekki víst að Vieri gæti spilað gegn Lazio á sunnudag en annars myndi væntanlega skýrast í dag hvernig ástand hans væri. Það eitt er víst að stuðningsmenn Inter bíða spenntir eftir fregnum af rannsókn dagsins og vonandi er ekkert að þessum snjalla framherja.