Gullmarkinu hætt.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA hefur ákveðið að hætta að nota regluna um gullmark á næsta tímabili. Í staðinn verður framlenging í 15 mínútur, og ef ekki fæst sigurvegari eftir það verður framlengt í aðrar 15 mínútur. Ef enn verður jafnt skal efna til vítaspyrnukeppni. Þetta var ákveðið í samráði við þjálfara sem sögðu gullmarksregluna setja of mikla pressu á leikmennina. segið mér hvað ykkur finnst!