Jæja, þá er að ég held bara komið að því að maður kíki í smá tuðruspark.
Ég er 19 ára, '92 árgerð, og verð að viðurkenna það að ég hef svosem ekkert spilað fótbolta í langan tíma. Og hef svosem aldrei æft hann að e-u ráði. En væri til í að kíkja kanski á æfingar einhversstaðar og hugsanlega fá að spila smá, bara í e-u neðrideildarliði eða jafnvel utandeildarliði.
Þósvo ég hafi ekki verið að æfa eða spila fótbolta í þónokkurn tíma þá er maður svosem í ágætis formi, æfi rugby og ætla að halda því áfram þósvo ég gæti hugsað mér að bæta aðeins við mig :)
En þá er spurningin í hvaða lið á maður að fara? Ég á heima í Kópavog, svo liðið þyrfti að vera á höfuðborgarsvæðinu.
Ef e-u liði vantar mann, þó að hann sé aðeins ryðgaður, endilega senda mér pm :)