ÉG held að það hafi verið tvær útgáfur gefnar út af meistaradeildarleik Liverpool - Leverkusen seinasta miðvikudag. í fyrri útgáfunni, sem m.a. sagt var frá í mogganum, og ég missti af, lágu Liverpool í vörn og Leverkusen voru betri í leiknum og vildi sá mikli snillingur Beckenbauer meina að hann hafi ekki vitað hvort liðið hefði verið á heimavelli.
Í seinni útgáfunni sem ég sá, voru Liverpool miklu meira með boltann að reyna að brjóta aftur mjög sterka vörn þýskarana sem var frekar fjölmenn. Liverpool tókst það frekar illa og voru varnarmenn mikið með boltann á miðjunni að reyna að finna glufu á vörninni. Sá leikur var kannski ekki mjög skemmtilegur nema fyrir Liverpool menn.
það sem ég er að reyna að segja er að þó að Liverpool séu frægir fyrir að vera í vörn og reyna að halda fengnum hlut, þá finnst mér þessi ,,varnar-heppnis stimpill“ alltof mikið notaður. Leverkusen áttu ekki einu sinni skot á rammann í leiknum á meðan Liverpool, sem þó ekki beint óðu í færum voru miklu, miklu betri og voru í sókn meira og minna allan leikinn, í þeirri útgáfu sem ég sá allavegana.
Það skiptir hvort eð er ekki máli þó að Liverpool sé búið að eiga stærsta sigurinn í vetur, eða vinna tvö lið í sem voru í toppbaráttunni með samtals 7 mörkum gegn engu, alltaf eru þeir þetta leiðinlega, varnarsinnaða lið sem spilar ömurlegan bolta og er hundleiðinlegt að horfa á. ÉG viðurkenni alveg að ,,fagurfræðilega” séð spila t.d. arsenal og united miklu skemmtilegri bolta, en það gleymist líka alltaf að þrátt fyrir varnarboltann getur Liverpool liðið spilað stórskemmtilega og skorað slatta af mörkum.
En ég er viss um það að á morgun muni Liverpool blása til sóknar og taka leikinn örruglega, því það er einmitt ekki það sem allir búast við. (ég ætla ekki að éta þetta ofan í mig, þetta var stafsetningarvilla ef einhver spyr:))
Og svo langar mig að fylgja þeirri leiðinlegu tísku sem hefur verið hérna í síðustu póstum að segja hverjir verða meistarar, og ég segi að það þarf eitthvað mikið til að Arsenal klúðri þessu, þeir eru með frábært lið, spila skemmtilega og eiga það skilið en áfram Liverpool.