Hér ætla ég að setja grein á þetta ‘'virka’' áhugamál, um niðurlæginguna sem Morinho og lærissveinar hans voru fyrir!

Það var töfrastund á Nou Camp í Barcelona í kvöld þegar heimamenn niðurlægðu gesti sína í Real Madrid í svokölluðum El Clasico, þar sem tvö stærstu lið Spánar mættust í deildarleik.

Barcelona náði forystunni á tíundu mínútu leiksins þegar Andrés Iniesta sendi frábæra sendingu innfyrir vörn Barcelona í hælana á Xavi sem var fljótur að átta sig og afgreiddi boltann frábærlega í netið einn á móti Iker Casillas í marki Real Madrid.

Barcelona liðið var frábært í kvöld og spilaði stuttar sendingar út um allan völl og leikmenn Real Madrid voru bara áhorfendur á meðan boltinn rúllaði endalaust á milli Börsunga.

Pedro skoraði svo annað markið á 18. mínútu. Eftir enn eina frábæra spilamennsku Barcelona liðsins sem var komið upp í 19 sendingar sendi Xavi frábæra sendingu út á vinstri kantinn á David Villa sem lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið þar sem Pedro þurfti bara að leggja boltann í markið. 21 sending samtals og boltinn kominn í netið.

Hafi einhver óttast að Real Madrid myndi spila að hætti Jose Mourinho knattspyrnustjóra þess í kvöld og liggja þétt aftur og gera leikinn leiðinlegan var ljóst að nú þegar staðan var orðin 2-0 eftir 18 mínútur var það ekki hægt lengur.

Þrátt fyrir að gestirnir hafi reynt að færa sig framar á völlinn var Barcelona alltaf miklu betra liðið á vellinum.

Vert er að minnast á einhver fleiri atvik úr fyrri hálfleiknum, Cristiano Ronaldo hrinti Pep Guardiola stjóra Barcelona sem hafði þráast við að láta hann fá boltann og allt varð vitlaust og í lok hálfleiksins lenti Ricardo Carvalho og Lionel Messi saman. Carvalho vitist gefa olnbogaskot en Messi á líklega smá sök sjálfur með því að ganga aftan í Porgúalann og fékk sjálfur gult spjald fyrir vikið.

Staðan í hálfleik 2-0 og á 55. mínútu skoraði Barcelona þriðja markið. Lionel Messi sendi þá frábæra sendingu innfyrir vörn Real Madrid á David Villa sem afgreiddi boltann vel í netið.

Þremur mínútum síðar endurtóku þeir félagar svo leikinn. Nú var sendingin frá Messi lengra úti á velli niðurá vinstri kantinn á Villa sem var einn á auðum sjó og afgreiddi boltann á milli fóta Iker Casillas í marki Real Madrid.

Fimmta markið skoraði svo varamaðurinn Jeffren þegar hálf mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma eftir sendingu Bojan Krkic af hægri kantinum og niðurlægingin orðin algjör fyrir Real Madrid. Í kjölfar þess að miðjan var tekin fékk Sergio Ramos að líta rauða spjaldið fyrir að strauja Lionel Messi og ráðast svo að öðrum leikmönnum.

Barcelona fór við þetta í toppsæti deildarinnar með 34 stig en Real Madrid enn í öðru sætinu með 32 stig.

Spilamennska töframannana í Barcelona í kvöld var svo flott að ef þú varst ekki vitni að því þá verðurðu að gera þér ferð um að sjá leikinn aftur. Hvort sem það sé endursýning eða panta leikinn á DVD, þetta verða bara allir að sjá. Þeir gjörsamlega yfirspiluðu eitt besta fótboltalið heims, Real Madrid og leikurinn var allan tímann leikur kattarins, að músinni.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=100796#ixzz16iBnIAds
———————