Það eru margir snillingar í ensku deildinni s.s. Henry, hann er ekki eigingjarn,samt er hann markahæsti maður deildarinnar. Svo er það Nistelrooy, er ekki besti maður deildarinnar með boltann samt frábær markaskorari. Síðan er það auðvitað Owen, mér finnst hann ekki hafa verið að sýna sínu besta takta á tímabilinu en samt án efa frábær leikmaður. Hasselbaink og Guðjhonsen hafa auðvitað verið magnaðir á þessu tímabili og Forsell er frábær leikmaður en því miður er ekki pláss fyrir hann í byrjunarliði Chelsea. Shearer: Gamall og góður(samt ekki orðin þrítugur að ég held. Það er leiðinlegt að hann skuli ekki vera með á HM. Svo er það auðvitað margir fleiri góðir leikmenn í enska boltanum, en sá lélegasti er Diego Forlan, hann veit ekkert hvað hann er að gera og missir bara boltann frá sér. Eruð þið kannski sammála mér?

Og auðvitað Liverpool tekur deildina!!!!!!!