Barcelona vs Arsenal örugglega ein sú skemmtilegasta rimma í ár,bæði lið spila mikinn sóknarbolta og vilja hafa boltann.
Það var augljóst fyrir leikinn í dag að þetta væri erfitt fyrir Arsenal eftir að hafa ekki unnið á Emirates, en ennþá verra að missa Arshavin og Fabregas sem eru eiginlega bara liðið og af mínum mati er Fabregas besti leikmaðurinn í ensku deildinni ásamt Rooney.En Arsenal byrjaði leikin vel og pressaði Barca mikið,miklu meira heldur enn önnur lið höfðu gert í ár í La Liga.Arsenal skoruðu mark snemma sem þeir hefðu alveg geta fylgt eftir strax,Walcott var reyndar næstum búinn að klúðra færinu með kæruleysis sendingu á Bendtner sem reddaði þessu gríðarlega vel,var fljótur upp og sett-ann í markið.En í stað þess að setja strax annað markið fengu þeir strax á sig mark frá galdrakarlinum messi,Barca voru ekki lengi að komast yfir og voru í stöðunni 3-1 þegar gengið var búningsklefa og augljóst að Arsenal átti nánast ómögulegt verkefni fyrir höndum.En lítið að gerast í seinni nema þetta hálffæri hjá rosicky og skallinn hjá Bendtner og síðan þetta mark hjá messi og messi fór hamförum í leiknum og er einn allra besti knattspyrnumaður fyrr og síðar þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall!
———————