Anelka Áfram?
Frakkinn Nicolas Anelka segist vilja verða áfram hjá Liverpool en hann er þar á lánssamningi til vors. Anelka er í láni frá Paris SG en Phil Thompson er mjög ánægður með hve vel framherjinn hefur smollið inn í hópinn. Anelka sagði í viðtali við L´Equippe að Thomspon gæti gengið frá samningi við sig von bráðar. Hann sagði að það væri orðið langt síðan hann hefði notið sín svo vel í boltanum og að Liverpool væri frábær klúbbur.