Jæja, saklaus þar til sekt er sönnuð. Núna eru réttarhöldin hafin og því var CCTV (öryggismyndbandi) myndbandið frá kvöldinu gefið út af lögreglunni.
Vinir hans Gerrard sem kærðir eru, 6 talsins, játuðu sig allir seka en Gerrard sagðist vera saklaus.
Á myndbandinu, sá það á SKY, sést DJ-inn vera króaðan af upp að barnum af sjö mönnum, Gerrard þar á meðal. Svo allt í einu gefur vinur hans SG gaurnum olnboga í andlit og eftir fylgja mörg högg frá að því virðist Gerrard. Gerrard er svo dreginn burt af vini sínum.

Pressan segja hann hafa lamið gæjann eins og boxari og verður erfitt fyrir hann að komast saklaus út úr þessu að mínu mati. Þetta er samt dæmt af kviðdómendum úr Liverpool og því veit maður aldrei hvernig það fer í raun og veru.
Ég er samt nokkuð viss um að Gerrard endar með að borga smá sekt og þurfi kannski að sinna einhverja samfélagsþjónustu en það er ekki séns að hann fari í fangelsi.
Eina sem Liverpool menn þurfa að óttast er að hann missi æfingum eða jafnvel leik vegna samfélagsþjónustu ef svo fari að hann þurfa að sæta hana.

Bætt við 24. júlí 2009 - 13:32
Heyrðu nú mig. Hann fékk ekki einu sinni slappan dóm eins og Chris Brown. Slapp með sjálfsvörn. Já gott að réttarkerfið virkar. Sé ekki hvernig 7 á móti 1 þegar 7 menn slá frá sér og þessi eini liggur niðri er sjálfsvörn.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”