Hver verður stjarna HM? Eftir þetta mikla tal um Cissé finnst manni ekki ólíklegt að hann láti ljós sitt skína. En það er spurnig hvað hann fær að spila mikið. Líkegast er að Frakkar stilli upp Henry og Tresuget frammi. Zidane kemur líka til greina sem maður mótsins. Svo er það auðvitað Owen. Það fer eftir ýmsu með Owen, annahvort gengur þetta frábærlega hjá honum eða illa. Svo er það auðvitað Vieri, hann er örugglega líklegastur til að vinna gullskóinn. Svo eru það auðvitað leikmennirnir frá Suður-Ameríku. Brassar eigalíka frábæra sóknarmenn s.s. Amaroso (Dortmund)
og Ronaldo(Inter). Auðvitað hefði Nistelrooy getað fengið gullskóin en því miður sjáum við hann ekki á HM. Svo er það auðvitað Raul og Figo hjá Real. Nokkrir ungir koma auðvitað alltaf en ég get ekki sagt frá neinum af þeim. Mpensa hjá Belgum, persónulega finnst mér hann mjög góður en margir virðast vera ósammála mér. Auðvitað eiga Argentínu menn mesta möguleika að verða heimsmeistara meðað við forkeppnina. Þar eru t.d. hinn ungi Saviola sem gæti get einhvern usla í vörn andstæðinganna. Annars spái ég Frökkum og Argentínumönnum alla leið íúrslitin, nema að það stangist þannig á í 16, 8 liða eða undanúrslitum keppnarinnar.