Þvílíkt rúst. Hef sjaldan séð annað eins. ManU - Arsenal var ekkert miðað við þennan þegar það kemur að yfirburðum.

Ég bjóst svosem við yfirburðum hjá Barca en að vinna 6-2 og eiga þar að auki færi til að skora 6 í viðbót datt mér ekki í hug.

Það er greinilegt að það er svoldið mikið af slöppum liðum í spænsku deildinni. Því fyrst að Real Madrid vinnur hvern leikinn á fætur öðrum þarna í deildinni en skíttapa svo fyrir Liverpool og Barcelona.

En það var gaman að þessu. Held að Real ættu að byrja á að endurnýja vörnina.