18 milljóna punda undrabarn
Tottenham hefur bæst í hóp liða sem hafa mikinn áhuga á að kaupa franskan undrastrák að nafni Djibril Cisse.  Cisse sem skoraði tvö mörk fyrir U21 árs landslið Frakka gegn Belgíu í síðustu viku hefur skorað 17 mörk fyrir lið sitt, Auxerre í frönsku deildinni í vetur. 
Cisse sem er aðeins tvítugur sóknarmaður er nú eftirsóttur meðal liða eins og Liverpool, Manchester United og Arsenal.  Tottenham menn hyggja hins vegar á að reyna að losa sig við Sergei Rebrov svo þeir eigi fyrir Cisse sem metinn er á 18 milljónir punda.
Copy og paste grein af Gras.is
                
              
              
              
               
        




