Varnarmaðurinn knái hjá Aston Villa, Ugo Ehiogu, mun skrifa undir samning við Boro á morgun. Kaupverðið er 8 million pund.
Ehiogu hefur ekki spilað nema einn leik á tímabilinu fyrir Villa og vonast hann til að dvöl hans hjá Boro eigi eftir að koma ferilinum hans í gott stand aftur. Vonandi á Ehiogu eftir að lífga við annars bragðdaufa vörn Boro sem hafa fengið á sig 15 mörk í 9 leikjum.