David Beckham segir að hann muni hætta hjá Manchester United ef félagið gengur ekki að samningskröfum hans. Miðvörðurinn knái talaði við fréttamenn þegar nýi landsliðsbúningur Englands var kynntur á mánudaginn. Hann sagði að búið sé að halda rúmlega 20 samningsfundi með stjórn félagsins. Hann hafi tekið þátt á einum fundanna og væri bjartsýnn á að samkomulag náist á árinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Beckham segir opinberlega að hann muni hætta hjá félaginu ef allt fer út um þúfur. Þegar hann var spurður um hvort það gæti gerst að félagið gæti ekki lengur treyst á hann sagði Beckham: “Kannski, já. United er svakalegt félag. Fólki finnst að maður eigi að halda í það og svoleiðis. En þetta verður að vera á mínum forsendum. Ég er áhangandi United. Mig hefur alltaf langað til að spila í liðinu. Ég vil ekki hugsa strax um að spila fyrir annað lið. Hef ekki gert það hingað til.”
Aðalbitbein Beckham og félagsins varða ímynd þess, gjaldið sem Beckham vill fá fyrir að flagga United fánanum hvert sem hann fer.